Tvö réttindamál komin í ferli

Ræsti tvö réttindamál í dag.

Fyrra málið er ræst með óvenjulegu móti. Þar sendi ég játningu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að ég hafi tekið þátt í bingóstarfsemi föstudaginn langa, en slík starfsemi er ólögleg á þeim degi. Framfylgni laganna af hálfu lögreglu er nokkuð mismunandi eftir landshlutum og eftir því hver kvartar. Með játningunni neyðist lögreglan til að rannsaka málið af alvöru og taka ákvörðun hvort hægt sé að sækja mig til saka eða ekki fyrir það sem ég gerði. Óháð úrslitum málsins er komin betri sýn á hvað getur kallað á aðgerðir lögreglu og hvað ekki.

Hitt málið snýr að því að ég vil gera tilraun til þess að fella út ‚Lúthersson‘ úr nafninu mínu þannig að það verði eingöngu Svavar Kjarrval. Í því máli notfæri ég mér svokallaðan Blævar-dóm en það var niðurstaðan sú að nafngjafir falla undir stjórnarskrárákvæðið um friðhelgi einkalífs og því ekki hægt að takmarka þær nema undir þröngum skilyrðum sem ég tel að eigi ekki við í þessu máli.

 

Vantrúarbingó - játning til lögreglu

 

Nafnbreyting (fella út kenninafn)

 

Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekkert eyðublað fyrir það sem ég vildi gera ákvað ég að rita yfirlýsingu með upplýsingunum sem stofnunin myndi biðja um ef þetta væri eðlileg beiðni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.