Sumarmarkmið 2016

Listinn yfir sumarmarkmið ársins 2016 er annar þannig listinn sem ég hef sett saman. Fyrir hvern markmiðalista er sett dagsetning sem telst lokafrestur, sem í ár er skilgreindur sem 1. september 2016. Markmiði á listanum telst einvörðungu náð sé því að fullu lokið fyrir þá dagsetningu. Aðhaldið felst meðal annars í því að túlka þennan frest afar strangt og færa hann ekki. Jafnframt felst aðhaldið í því að mat á því hvenær markmiði telst lokið sé byggt á mælanlegum þáttum eftir sem bestri getu.

Í ár auglýsti ég nokkrum sinnum eftir tillögum að markmiðum, fyrst þann 11. apríl, og lokaði fyrir tillögur (þar á meðal mínar eigin) þann 1. maí. Einnig var litið til tillagna sem höfðu þegar borist vegna sumarmarkmiðalistans 2015.

25 aðalmarkmið og 21 uppfyllingarmarkmið eru á lista ársins 2016. Aðalmarkmiðin eru þau markmið sem áherslan er á og álitið raunhæft að ljúka þeim fyrir lokafrestinn með hliðsjón af öðrum aðalmarkmiðum, ef allt gengur vel. Uppfyllingarmarkmiðin lúta ekki þeim viðmiðum og er aðallega unnið í þeim þegar ekki er hægt að vinna í aðalmarkmiði þá stundina eða sérstaklega hliðhollar aðstæður séu til staðar.

Listinn er birtur til þess að veita möguleika á enn frekara aðhaldi gagnvart mér sjálfum og jafnframt gefa öðrum hugmyndir hvað þau geta gert í sumar (þar sem við á). Þegar nánari skilgreining og skilyrði hafa sett eru þau einnig tekin fram. Áætlað er að uppfæra listann yfir sumarið eða í seinasta lagi stuttu eftir að lokafresturinn er liðinn. Staðan sem gefin er upp er staðan þegar seinasta uppfærsla fór fram.


Aðalmarkmið

Fara að synda a.m.k. einu sinni
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Fara í almenningssundlaug og vera þar í a.m.k. klukkustund.

Matreiða eitthvað upp úr matreiðslubók
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Uppskriftirnar sem matreiða skal eftir þurfa að vera a.m.k. sjö talsins.

Koma einkaskjölunum í íbúðinni yfir á rafrænt form
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Til einkaskjala telst pappír er inniheldur persónugreinanlegar upplýsingar en þó ekki merkingar í útgefnum ritum.
Sé einkaskjal þegar komið yfir á rafrænt form þarf ekki að skanna það aftur.

Klára húsnúmerasöfnunina á höfuðborgarsvæðinu
Staða: Klárað

Klára að skanna hæstaréttardóma í heild eða hluta
Staða: Óklárað (16/20 lokið)
Skilgreiningar / skilyrði:
Koma þarf a.m.k. tuttugu árgöngum af hæstaréttardómum yfir á rafrænt form.

Taka stiga í einn dag en aldrei lyftu
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Dagur í þessu samhengi skilgreinist sem heill almanaks-sólarhringur.
Fjöldi ferða þann dag þarf að vera a.m.k. sex talsins.
Hver bygging telst eingöngu einu sinni fyrir hvora átt óháð bili milli ferða.
Svo ferð teljist gagnvart markmiðinu þarf lyfta að vera í boði fyrir a.m.k. hluta leiðarinnar.
Sé tekin lyfta þegar leyfilegt er fyrir mig að taka stigann, telst sá dagur ekki gagnvart markmiðinu.

Flokka pappíra og annað dót í stofuherberginu. Henda eftir þörfum.
Staða: Óklárað

Horfa á tiltekinn fjölda kvikmynda sem ég hef ekki séð af topp 250 lista IMDb
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Ef ég man eftir að hafa séð kvikmyndina áður telst hún ekki.
Fjöldi kvikmynda skal vera 16 talsins.

Fara í Nauthólsvík, allavega heita pottinn. Þarf ekki að vera góðviðrisdagur.
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Viðvera á svæðinu þarf að vara í a.m.k. klukkustund.
Hluti viðverunnar, a.m.k. tíu mínútur, þarf að eiga sér stað í heita pottinum.

Prófa folf
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Spila heilan hring af folf á einhverjum vallanna sem eru í boði.

Heimsækja tiltekinn fjölda safna sem ég hef ekki heimsótt áður eða í langan tíma
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Heimsækja fimmtán söfn.
Eingöngu söfn sem ég hef ekki heimsótt áður eða í langan tíma teljast með.
Almenningsbókasöfn teljast ekki.

Taka strætó upp á Akranes og skoða söfnin þar
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Heimsækja skal öll söfn í því sveitarfélagi sem uppfylla tiltekin skilyrði:
a) Safnið er opið almenningi á þeim tíma sem ég er á svæðinu.
b) Aðgöngueyrir fyrir mig sjálfan sé ekki yfir 1500 krónum.
c) Heimsóknin sé ekki háð pöntun eða sérstöku fyrirkomulagi.

Söguferð til Borgarness
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Hafa tekið a.m.k. einn túr sem hægt sé að skilgreina sem söguferð í sveitarfélaginu.

Lesa tiltekinn fjölda bóka sem ég hef ekki lesið áður
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Bækurnar skulu vera a.m.k. fimm talsins.
Hver bók skal vera prentuð og a.m.k. 100 blaðsíður að lengd skv. blaðsíðutölu.

Fara á aðalmeðferð í a.m.k. einu dómsmáli fyrir héraðsdómi og Hæstarétti
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Ég má ekki vera aðili máls eða hafa nákomin tengsl við neinn þeirra.
Þetta skal vera munnlegur málflutningur í efnislegri meðferð máls.
Ekki þarf að vera um eitt og sama málið að ræða fyrir báðum dómstigum.
Þarf að vera viðstaddur munnlega málflutninginn frá upphafi til enda.

Syngja lag í karaoke fyrir framan annað fólk
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Telst lokið þegar ég hef sungið heilt lag í karaoke frá upphafi til enda fyrir framan a.m.k. þrjár manneskjur.

Fara á Hið íslenzka reðasafn
Staða: Klárað

Fara á Viðey
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Viðvera mín skal standa yfir í a.m.k. klukkustund

Fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Viðvera mín skal standa yfir í a.m.k. klukkustund.

Kolaportið
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Ekki er gerð krafa um kaup.
Skal fara þangað inn og ganga um í a.m.k. fimmtán mínútur.

Gefa blóð
Staða: Ókláranlegt (má ekki gefa blóð v/ lyfjatöku)
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal klára að gefa blóð í blóðbankanum.
Blóðsýnið sem er tekið í fyrsta skipti [eftir langan tíma] telst ekki með.

Hringja úr almenningssíma
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Símtalið skal standa yfir í a.m.k. fimm mínútur.

Sjá „sjálfstæða kvikmynd“ í kvikmyndahúsi
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Finna sýningu á kvikmynd sem fellur undir hina almennu skilgreiningu sem sjálfstæð kvikmynd og horfa á hana frá upphafi til enda.

Bæta tiltekinn fjölda af greinum á íslensku Wikipediu með því að þýða gæða- og/eða úrvalsgreinar á ensku Wikipediu
Staða: Óklárað (1/6 lokið)
Skilgreiningar / skilyrði:
Fjöldi betrumbættra greina á íslensku Wikipediu skal vera sex talsins.
Hver hinna þýddu greina skal hafa verið samþykkt sem gæðagrein og/eða úrvalsgrein á ensku Wikipediu.

Taka þátt í a.m.k. einum leik af pílu
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Taka einn leik af pílu frá upphafi til enda.


Uppfyllingarmarkmið

Klára að skanna bækurnar með hæstaréttardómum 1920-1995
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Koma þarf öllum árgöngum af hæstaréttardómum fyrir tímabilið 1920-1995 yfir á rafrænt form.

Prófa Segway (hægt að fá leigt)
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Að klára heilan Segway túr sé leiga tækisins háð því.
Sé leiga tækis ekki háð fyrir fram skilgreindum túr, að prófa það í a.m.k. þrjátíu mínútur.

Hafa samband við fyrirtæki til að hrósa þjónustu
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Að hrósa fyrirtæki fyrir þjónustu af fullri einlægni.
Má ekki hafa vísvitandi hafa búið til aðstæðurnar í þeim tilgangi að hrósa síðar.

Stíga fæti á jökul
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Með jökli er átt við landfræðilega fyrirbærið.
Að hafa stigið fæti á jökul.

Verða léttfeti í ratleik Hafnarfjarðar 2016
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Til að teljast léttfeti þarf að skila inn lausnarblaði með nægilega mörgum kóðum til að verða léttfeti skv. reglum leiksins.
Að hafa fundið sjálfur téðan fjölda merkja í ratleik Hafnarfjarðar á árinu 2016 og skilað þeim inn skv. reglum leiksins.

Fara einn hring í kringum landið
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Ferðin skilgreinist sem ferð um þjóðveg nr. 1, sem almennt er vísað til sem hringvegarins.
Ferðin skal vera á a.m.k. 80% af lengd hringvegarins, sbr. þó:
a) Þeim hluta hringvegarins sem sleppt er vegna leiðarstyttinga um göng koma ekki til frádráttar.
b) Sé ekki farið um tiltekinn hluta hringvegarins vegna force majure ástæðna, kemur sá hluti ekki til frádráttar.

Sjá Jökulsárlón
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Þarf að hafa stoppað þar og litið um án þess að vera í ökutæki.

Sjá ströndina við Vík
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Þarf að hafa stoppað þar og litið um án þess að vera í ökutæki.

Fara á Þórsmörk
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Þarf að hafa stoppað þar og litið um án þess að vera í ökutæki.

Fara til Austurlands
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa sofið þar í a.m.k. eina nótt.

Fara til Vestfjarða
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa sofið þar í a.m.k. eina nótt.

Fara til Akureyrar
Staða: Klárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa verið þar í a.m.k. fjórar klukkustundir samtals.

Fara til Mývatns og umhverfis
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa verið þar í a.m.k. klukkustund. Viðvera í ökutæki á ferð telst ekki.

Hvalaskoðun
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa farið í a.m.k. eina sjóferð sem skilgreind er sem hvalaskoðunarferð.
Þarf ekki að hafa séð hval í þeirri ferð.

Sjóstangaveiði
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal hafa farið í a.m.k. eina ferð sem boðið er upp á sjóstangaveiði.
Skilyrt er þátttaka í sjóstangaveiðinni.

Hestatúr
Staða: Óklárað

Synda í Bláa lóninu
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Skal vera á svæðinu í a.m.k. klukkustund.

River rafting
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Að hafa tekið þátt í river rafting ferð frá upphafi til enda.

Fljóta á kajak
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Að hafa stigið upp í og ferðast á kajak í a.m.k. tíu mínútur.

Búa til og fljúga flugdreka
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Setja saman flugdrekann sjálfur.
Skal fljúga flugdrekanum (eða gera tilraunir til þess) í a.m.k. þrjátíu mínútur.

Baka köku
Staða: Óklárað
Skilgreiningar / skilyrði:
Að framkvæma sjálfur öll skrefin frá samsetningu hráefna og þar til kakan er tilbúin til átu.