Listinn yfir sumarmarkmið ársins 2015 er fyrsti listinn yfir sumarmarkmið sem ég hef sett saman. Í grófum dráttum er fyrirkomulagið á þann veg að ég set saman lista yfir markmið sem ég vil stefna á að ljúka fyrir tiltekna dagsetningu. Dagsetningin það árið var 1. september 2015 og vísað til hennar sem lokafrests. Auglýst var eftir tillögum að markmiðum þann 28. maí það ár og síðan aftur þann 5. júní.
Þar sem um var að ræða fyrsta skiptið var framkvæmdin ekki í neinum föstum skorðum enda hafði ég enga fyrri reynslu af framkvæmd svona lista. Það var ekki fyrr en sumarið 2016 sem byrjað var að birta sumarmarkmiðalistana jafnóðum á þessum vef, en listinn fyrir árið 2015 var settur inn nokkru síðar. Tilkynnt var um einhverja áfanga framkvæmdarinnar á Facebook en ekki oft.
Engar nánari skilgreiningar eða skilyrði fyrir því að markmið gætu talist kláruð voru skráð þetta árið, en sú framkvæmd hófst ekki fyrr en 2016.
Á listanum var 21 aðalmarkmið og 10 uppfyllingarmarkmið. Skráning á árangri framkvæmdarinnar það árið var alls ekki til fyrirmyndar og þarf listinn hér að neðan því ekki endilega að endurspegla hina endanlegu lokastöðu.
Almennt um sumarmarkmið
Aðalmarkmið
Skrifa markmiðalistann
Staða: Klárað
Fara að synda a.m.k. einu sinni
Staða: Klárað
Matreiða eitthvað upp úr matreiðslubók
Staða: Klárað
Taka stiga í einn dag en aldrei lyftu
Staða: Klárað
Setja pening í bauk sem er við kassann í búðum
Staða: Klárað
Labba upp á Hallgrímskirkjuturn
Staða: Klárað
Fara í hop-on-hop-off bus
Staða: Klárað
Fara með Hallfríði í bíó
Staða: Klárað
Slaka á í Nauthólsvík á heitum sumardegi
Staða: Óklárað
Fá mér ís í Valdís
Staða: Óklárað
Ganga einn kílómeter afturábak
Staða: Klárað
Syngja ‚Gamla Nóa‘ með frönskum hreim
Staða: Klárað
Horfa á, að meðaltali, a.m.k. eina kvikmynd sem ég hef ekki séð af topp 250 lista IMDb í hverri viku
Staða: Klárað
Flokka pappíra og annað dót í stofuherberginu. Henda eftir þörfum.
Staða: Óklárað
Setja saman verkefnalista yfir öll húsverk fyrir íbúðina
Staða: Klárað
Skipuleggja verklag persónulegra stöðufunda sem haldnir yrðu reglulega
Staða: Klárað
Klára húsnúmerasöfnunina á höfuðborgarsvæðinu
Staða: Óklárað
Kortleggja í OSM örþorpið Kisa í Botsvana
Staða: Óklárað
Koma scriptunni aftur í gang sem skrapar .is lén
Staða: Óklárað
Klára að skanna bækurnar með hæstaréttardómum 1920-1995
Staða: Óklárað
Skrifa skjal fyrir skipulagningu aðalfunda og stjórnarfunda
Staða: Óklárað
Uppfyllingarmarkmið
Kortleggja í OSM staði sem innihalda Vulcan
Staða: Óklárað
Ratleikur Hafnarfjarðar með mömmu
Staða: Óklárað
Ganga upp á Esju
Staða: Óklárað
Fara með mömmu á Helgafell
Staða: Klárað
Hjóla Reykjavíkurhringinn
Staða: Óklárað
Hjóla Fossvogsdalinn
Staða: Óklárað
Setja saman scriptu sem skrapar Stjórnartíðindi
Staða: Óklárað
Skrifa skraparann fyrir rauntímagögn Strætó bs.
Staða: Óklárað
Fara einn hring í kringum landið
Staða: Óklárað
Alþingisrýnirinn þarfnast lagfæringar
Staða: Óklárað