Ég er Hafnarfirðingur fæddur þann 7. nóvember 1983. Faðir minn er Lúther Þorgeirsson (f. 1946), fyrrverandi sjómaður, og móðir mín er Bryndís Svavarsdóttir (f. 1956), guðfræðingur.
Farsími: +354 863 9900
Heimasími: +354 555 4096
Netfangið: svavar@kjarrval.is (OpenPGP fingrafar = 7670 B684 846E C70E 61EFFB7F 07AA A4D9 5F3D 6695)
Facebook síða: https://www.facebook.com/kjarrval
Google+ síða: https://plus.google.com/116701438754297921360
Menntun
Grunnskólaganga mín hófst árið 1990 þegar ég fór í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og var ég þar þangað til ég útskrifaðist þaðan árið 2000. Mætti segja að ég hafi verið nörd bekkjarins vegna þess að ég einbeitti mér frekar að lærdómnum en félagslífinu. Í framhaldsskóla var ég hálfgerður eilífðarstúdent en útskrifaðist í Fjölbrautarskólanum við Ármúla í desember 2005 úr upplýsinga- og tæknibraut með áherslu á veftækni og með um 180 einingar. Nám mitt við tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hófst að hausti til árið 2006 og lauk með útskrift 18. júní 2011.
Skoðanir
Sumir myndu koma þannig að orði að skoðanir mínar séu öfgafullar því ég vil oft ganga lengra en margir þegar kemur að sumum málefnum og þeir hafa örugglega rétt fyrir sér. Þegar kemur að málefnum sem varða réttindi fólks vil ég ætíð hallast mjög í áttina að opna verulega fyrir þau. Hins vegar vil ég vera raunsær og geri mér grein fyrir því að annað fólk vill ekki ganga eins langt og ég myndi vilja. Þó ég nái ekki fram nákvæmlega því sem ég vil yrði ég sáttur ef afstaðan færðist þó í átt að því sem ég stefndi að.
Sem dæmi um skoðanir sem mér er annt um er réttlæti og þá sérstaklega mannréttindi. Öll þau helstu réttindi skilgreind í stjórnarskránni hafa farið halloka undanfarin ár og því þarf svo sannarlega að bæta úr. Tjáningarfrelsið er nokkuð mikilvægt og finnst mér þeir sýna mest hugrekki sem þora að tjá óvinsælar skoðanir. Réttinn til að rækja trú sína á ekki að skerða og sömuleiðis réttinn til að gera það ekki. Hef ég og mun ég reyna að viðhalda þessum réttindum og bæta þau ef ég fæ tækifæri til þess.
Eins og ég hef lengi haldið fram er að sannleikurinn sé sagna bestur. Þó ég geti ekki sagt að ég hafi aldrei logið þá hefur mér aldrei liðið vel með að gera það. Af meðal annars þeirri ástæðu vil ég frekar segja sannleikann þó hann komi mér illa.
Barátta
Síðastliðnu ár hef ég aðallega staðið í tveim baráttum. Sú fyrri hófst árið 2006 þegar ég sótti um að bæta við millinafninu Kjarrval og var það ekki fyrr en desember 2009 sem loksins tókst að sannfæra mannanafnanefnd að samþykkja breytinguna. Sú síðari var hafin af fjórum samtökum höfundarrétthafa með lögbanni 19. nóvember 2007 á vefsíðuna torrent.is og eftir kostnaðarsama baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti lauk henni 11. febrúar 2010 með þeirra sigri.
Félagsstarfsemi
Yfir ævi mína hef ég verið partur af mörgum félögum en tengslin eru missterk. Ég hef þó lagt áherslu á það að ég sé sjálfstæður gagnvart félögunum, þ.e. að félögin stjórni ekki skoðunum mínum heldur sé ég í þeim vegna sameiginlegra hugsjóna.
Ég er/var meðlimur í og/eða starfa(ði) fyrir eftirfarandi félög:
ADHD samtökin
Autism Europe
Einhverfusamtökin (áður Umsjónarfélag einhverfra)
Meðstjórnandi 2012-2018, 2019
Varaformaður 2019- (starfandi formaður frá 2. desember 2021 til 25. apríl 2022)
Formaður 2022-
ELSA Iceland
Félag tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema (Nörd)
Félag Wikimedianotenda á Íslandi
FSFÍ (Félag um Stafrænt Frelsi á Íslandi)
Íslensk-japanska félagið – skoðunarmaður reikninga 2017-2021
Hliðskjálf, félag um opin og frjáls landupplýsingagögn
Lögfræðingafélag Íslands 2024-
Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar – Varamaður í stjórn 2020-
Orator, félag laganema
Siðmennt – Varamaður skoðunarmanna reikninga 2018-2020
Vantrú
Vífill
Öryrkjabandalag Íslands
Meðstjórnandi 2015-2019, 2024-
Framkvæmdaráð, varamaður 2024-
Laganefnd 2015-2019
Málefnahópur um atvinnu- og menntamál 2021-
varaformaður mars 2022 – nóvember 2023
Örorka
Um mitt ár 2010 fóru grunsemdir að vakna hjá sjálfum mér að ég væri með Asperger heilkennið og stuttu síðar viðurkenndi ég fyrir sjálfum mér að ég væri með það. Eftir greiningu hjá geðlækni staðfesti hann sjálfsgreiningu mína ásamt því að greina mig með þunglyndi og félagsfælni. Sótti ég þá í kjölfarið um örorkulífeyri og var beiðnin samþykkt án athugasemda. Með þessa greiningu að baki hef ég unnið að því að bæta úr neikvæðum eiginleikum þess að vera á einhverfurófi. Við sjáum til hvernig það gengur.
Takk fyrir að vera þú. 🙂
Af hverju Kjarrval? Ég þekki einn gamlan mann sem hefur þetta nafn að eftirnafni.
Gaman að vita af því að þú eigir lén. Búin að lesa um þig. Vinarkveðja. Jórunn.