Kæra vegna framkvæmd alþingiskosninganna 2013

Þrír umboðsmenn Pírata, þar á meðal ég, komum saman í gær og ræddum um okkar reynslu á talningarstað þann 27. apríl síðastliðinn. Við ræddum um framkvæmdina á talningarstaðnum og athuguðum hvort hún stæðist lög. Við vissum af ýmsum atriðum áður en töldum þau vera lítilvæg þar til við bárum saman bækur okkar. Þar komum við auga á grafalvarleg atriði er varða framkvæmdirnar og sáum ekki annan siðferðislegan kost en að leggja fram kæru, hvort sem það væri í okkar eigin nafni eða Pírata.

Helstu atriðin voru þau að verklagið var mismunandi á milli kjördæma og í mörgum tilfellum jafnvel gegn lögum. Í Suðurkjördæmi voru dyrnar jafnvel opnaðar nokkrum sinnum, í hvert skipt í að minnsta kosti stundarfjórðung, þrátt fyrir ákvæði laga um kosningar til Alþingis um að meðhöndlum atkvæða fyrir lok kjörstaða skuli vera fyrir luktum dyrum. Í sama kjördæmi voru atkvæði jafnvel talin fyrir lok kjörstaða þrátt fyrir ákvörðun Hæstaréttar Íslands um að það væri stranglega bannað. Þá voru lyklar jafnvel festir við kjörkassana í flutningi þeirra á talningarstað, sem er skýrt brot á kosningalögum.

Þá var vikið að ófullnægjandi innsiglum en í besta falli eru þau alger brandara þar sem þau eru nokkuð einföld í framleiðslu. Auk þess er nokkuð auðvelt að fjarlægja þau án þess að þau skilji eftir sjáanleg ummerki. Í nokkuð mörgum tilvikum í Suðurkjördæmi var alls ekkert innsigli yfir raufinni á kassanum, sem enn og aftur er skýrt brot á kosningalögum.

Í Reykjavíkurkjördæmunum voru atkvæðaseðlarnir ekki taldir úr kjörkössunum áður en þeim er blandað saman eins og tilgreint er í 99. gr. kosningalaga. Það var hins vegar gert í Suðurkjördæmi. Þetta uppgjör var framkvæmt í Reykjavíkurkjördæmi Norður en ekki fyrr en yfirkjörstjórnin taldi að talningu væri lokið. Þar kom í ljós að það vantaði yfir 300 atkvæði og þá var komist að því að það gleymdist að hella úr einum kjörkassanum og við tók flokkun og talning á innihaldi hans. Flokkunarfólkið var farið heim og þurftu því aðrir starfsmenn ásamt yfirkjörstjórn að sjá um flokkunina. Slíkt hefði ekki gerst ef uppgjörið hefði farið fram jafnóðum eins og kosningalög gera ráð fyrir. Rökfræðilega er ekki hægt að framkvæma slíka könnun á áreiðanlegan hátt nema með talningu úr kjörkössum. Það er auðvitað fræðilega hægt að framkvæma grófa könnun eftir á en samanburður við kjörbækur undirkjörstjórna yrði ekki eins áreiðanlegur og lögin kveða á um. Ef atkvæðaseðlar týnast er engin leið að vita frá hvaða kjörstað vantaði atkvæði, sérstaklega fjöldi þeirra er mikill, ef eina uppgjörið fer fram eftir að talningu er lokið.

Það var því niðurstaða hópsins að það sé betra upp á kosningaframkvæmdina í framtíðinni að verklagið sé í samræmi við lög í öllum kjördæmum og að það séu til betri varnir gegn kosningasvindli og kosningamistökum. Enn fremur þarf að bæta lögin sjálf og framkvæma í samræmi við þær breytingar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.