Frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum

Fyrr í dag var lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fjarskipti í þingmáli 523. Sumar breytingarnar eiga rætur að liggja til athugasemda minna sem ég kom á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Eftir að hafa séð úrskurð úrskurðarnefndar fjarskiptamála sem kveðinn var upp um sundurliðun símtala fór ég fram á við Vodafone að fá sundurliðun á farsímareikningnum mínum senda í sjálfkrafa í hverjum mánuði án endurgjalds. Var mér bent á af Vodafone að sá réttur fylgdi einungis reikningum fyrir talsímaþjónustu en farsímaþjónusta telst ekki til talsímaþjónustu skv. lögum um fjarskipti. Í framhaldi af því sendi ég kvörtun til PFS um að neytendavernd fyrir farsímaþjónustu væri lakari en fyrir talsímaþjónustu og fékk ég það svar að verið væri að vinna í að bæta úr málinu og frumvarp væri í skoðun hjá samgönguráðherra. Ávöxtun þessarar kvörtunar varð því að þessu frumvarpi eða allavega neytendaverndarhluta þess.

Þau atriði í frumvarpinu sem hægt er að rekja beint til þessarar kvörtunar er í 5. -9. gr. þess. Í athugasemdum frumvarpsins má finna þessi orð:
„Notendur farsímaþjónustu njóti, eins og unnt er, sömu neytendaverndar og notendur talsímaþjónustu.
Í þeim tilgangi að ná fram öflugri neytendavernd og tryggja frekari samkeppni á fjarskiptamarkaði er lagt til að gildissvið helstu ákvæða laganna þar sem kveðið er á um talsímaþjónustu verði víkkað út svo að lögin nái jafnt yfir tal- og farsímaþjónustu.“

Þótt ég sé auðvitað ánægður með að PFS hafi tekið kvörtun mína gilda, þýðir ekki að ég sé með öllu sáttur við þær tillögur sem gerðar eru. T.d. er tekið fram að sundurliðun reikninga fyrir farsímanotkun verði þó ekki gjaldfrjáls og á ég erfitt með að skilja ástæðu þess að slík réttindabót sé ekki framkvæmd. Finnst mér að notendur farsímaþjónustu eigi að hafa jafnan rétt á við notendur talsímaþjónustu til að fá gjaldfrjálsa sundurliðun reikninga.

Stundum borgar sig að kvarta í stjórnvöldum.

6 athugasemdir við “Frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum”

  1. Snilld! Það er gott að vita að það borgar sig stundum að bitch’a og moan’a 😀

  2. 、私は助けをcouldntのが、しばらくして興味を失います。そのあなたがトピック事項素晴らしい把握を持っていましたが、あなたはあなたの読者を含めるのを忘れたかのように。おそらく、あなたは1角度よりも余分からこのことについて考える必要があります。または多分あなたはとても多くの一般はずの。そのあなたが他の人だけではなく、トピックに腸の反応のために見出しを言わなければならないかもしれないものを考えた場合、より良いです。あなたの個人的な考えられてプロセスを調整し、この疑問の利益読み取ることができる他のものを与えることについて考えてみてください。実際に

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.