Istorrent-málinu vísað frá dómi

Þann 27. mars sl. var Istorrent-málinu vísað frá dómi. Átti ég ekki von á slíkum dómi þar sem fyrri frávísunarkröfunni var hafnað. Frávísunin virðist byggja á því að dómendur hafi ekki þótt umfjöllun aðila málsins um túlkun laga 30/2002 (lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu) vera nógu fullnægjandi. Samkvæmt úrskurðinum þóttu dómendur túlkun laganna hafa afgerandi áhrif á úrslit málsins og væri því til staðar sterk ástæða fyrir því að vísa málinu frá af fyrrgreindum ástæðum. Nú þarf bara að bíða eftir því hvernig stefnendur munu orða þessa áfrýjun sem þeir sögðust ætla að setja fram. Síðan er að bíða eftir því hvað Hæstarétti finnst um ástæðu þessarar frávísunar.

Þessi úrskurður og málið í heild sinni vakti upp áhuga minn og var ég að spá hvort ég ætti að skella mér í lögfræði. Áhuginn hefur verið til staðar í fjölda ára og síðan er líklegt að í framtíðinni munu koma upp einhver mál hjá öðrum aðilum sem krefjast tækniþekkingar og það væri flott ef það væru til staðar fleiri aðilar á landinu sem byggju bæði yfir lögfræði- og tækniþekkingu. Þetta er samt eitthvað sem ég ætti að ákveða þessa helgina því að ég þarf að velja áfangana sem ég fer í næsta vetur fyrir 1. apríl næstkomandi.

Ein athugasemd við “Istorrent-málinu vísað frá dómi”

  1. Ég mæli sérstaklega með því að þú skellir þér í lögfræðina því sú reynsla sem þú hefur náð þér í nú þegar á örugglega eftir að nýtast þér, þess vegna í allt öðruvísi málum. Auk þess virðist þú vera frekar skýr og með allt þitt á hreinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.