Gamalt erindi frá innanríkisráðuneytinu

Var rétt í þessu að taka á móti bréfi frá innanríkisráðuneytinu vegna erindis sem ég sendi 2. nóvember 2011. Já, árið er ritað rétt, tvö þúsund og ellefu. Titill þess tengist innihaldi annars bréfs sem ég sendi afrit af til innanríkisráðuneytisins.

Forsagan er þessi tölvupóstur sem ég sendi kl. 16:18 þann 2. nóvember 2011:

Daginn.

Í 1. gr. reglugerðar 1025/2011 er sagt að nafnasvæði þjóðskrár sé 31 stafbil. Vil ég minna ráðuneytið á að skv. álitum Umboðsmanns Alþingis stenst sú takmörkun ekki lög (mál 931/1993 og mál 5334/2008).

Vil ég því formlega áminna ráðherra fyrir að samþykkja reglugerð sem brýtur í bága við landslög.

Svar óskast.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

Þetta er bréfið sem ég fékk nú í dag:

Innanríkisráðuneytinu barst tölvupóstur á netfangið postur@irr.is þann 2. nóvember sl., þar sem þú áminnir ráðherra fyrir að samþykkja reglugerð, sem að þínu mati, brýtur í bága við lög. Málið fór strax á þann farveg að þann 23. nóvember 2012 sendi starfsmaður ráðuneytisins þér tölvupóst þar sem sagði að ábendingunni yrði komið á framfæri. Vegna jólahátíðarinnar og mikilla anna í ráðuneytinu biðjumst við velvirðingar á að afgreiðsla erindisins, hefur dregist á langinn. Úr því verður bætt, við fyrstu[sic] hentugleika.

Erindið hefur greinilega týnst svo lengi í kerfinu að starfsmaðurinn sem samdi bréfið gerði ekki ráð fyrir öðru en að það hafi verið frá 2012. Þetta stenst annars við það sem ég hef heyrt um að málakerfi ráðuneytanna hafa ekki þann möguleika að raða erindum eftir því hversu langt síðan þau eru.

En annars sendi ég einfalda upplýsingabeiðni þann 14. nóvember s.l. Ég ætla þá ekki að gera ráð fyrir að hún verði afgreidd fyrr en 2014.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.