Rifting skírnarsáttmála

Sendi eftirfarandi bréf til biskupsstofu og afrit til innanríkisráðuneytisins þann 12. október sl:

Hafnarfjörður,
12. október 2011

Tilkynning varðandi skírnarsáttmála

Ég, Svavar Kjarrval Lúthersson, tilkynni þjóðkirkju Íslands eftirfarandi:

Skírnarsáttmáli sá, sem þjóðkirkjan kom á gagnvart mér árið 1983, er hér með formlega rift. Þessi svokallaða sáttmáli var ekki gerður með mínu samþykki. Sömuleiðis tel ég umsjáendur mína á þeim tíma ekki hafa haft heimild til þess að samþykkja hann fyrir mína hönd enda var ég langt undir aldri til að hafa vit fyrir því að samþykkja eða hafna trúarlegum afleiðingum hans.

Krefst ég engrar viðurkenningar af hálfu þjóðkirkju Íslands vegna þessarar riftunar.

Undirritaður,
Svavar Kjarrval Lúthersson

Biskupsstofa – rifting skírnarsáttmála

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.