Skýrsla um framkvæmd sumarmarkmiðalista ársins 2019 & Auglýsing eftir tillögum vegna markmiðalista ársins 2020

Komin er út skýrsla um framkvæmd sumarmarkmiða ársins 2019 þar sem farið er út í árangur þess sumars. Því miður tókst ekki að ljúka henni fyrr en í dag og er vonað að það hafi ekki komið að mikilli sök. Tilgangurinn með skýrsluskrifunum er „að fá mig til þess að meta heildstætt hvernig mér gekk að framkvæma sumarmarkmið ársins“ eins og kemur fram í skýrslunni. Hún er birt til að veita sjálfum mér frekara aðhald og svo annað fólk geti mögulega lært af ferlinu.

Samhliða útgáfunni er auglýst eftir tillögum vegna sumarmarkmiðalista ársins 2020. Eingöngu er unnið upp úr tillögum sem mér eru sendar fyrir kl. 00:00:00 þann 1. júní 2020. Frestur minn til að vinna í sumarmarkmiðalistanum hefur verið ákveðinn vera fram til (en ekki með) kl. 00:00:00 þann 22. ágúst 2020. Í ljósi farsóttarinnar er orsakar COVID-19 sjúkdóminn er vakin athygli á því að við úrvinnslu tillagna verður reynt að virða eftir bestu getu lögmæt fyrirmæli og ráðleggingar stjórnvalda sem eru til þess fallin að sporna við dreifingu farsóttarinnar. Fólki er þó frjálst og hvatt til þess að senda inn tillögur að útimarkmiðum, hafi það slíkar, og ég mun meta hvort og þá hvaða aðlaganir komi til greina í ljósi þessa ástands.

2 athugasemdir við “Skýrsla um framkvæmd sumarmarkmiðalista ársins 2019 & Auglýsing eftir tillögum vegna markmiðalista ársins 2020”

  1. Glæsilegt, mitt markmið er framlengt frá 2019 en það er að sjá með eigin augum Hvítserk og fara að Stöpum í Skagafirði… því þá hef ég komið á æskustöðvar beggja foreldra. Þér er boðið með ef þú hefur tök á 😀

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.