Eftir langa baráttu við veikindi lést amma mín í föðurætt, Helga Haraldsdóttir, í morgun. Ég verð að játa að ég hafði ekki hitt hana rosalega oft og sé ég hálfpartinn eftir því núna. Það er gott að vita að hún er ekki lengur að þjást vegna veikinda sinna en reynt var eftir bestu getu að gera seinustu daga hennar sársaukalausa og held ég að það hafi tekist bara ágætlega.
Dauði hennar kemur degi eftir lát afabróður míns í móðurætt, Hilmars, sem ég hafði eingöngu hitt einu sinni. Því miður veit ég ekki meira um aðdragandann.
Á tímum eins og þessum er maður alltaf minntur á sína eigin framtíð og að á endanum mun maður lenda í sömu örlögum. En ef maður lítur á björtu hliðarnar, þá heldur lífið áfram og maður verður að sætta sig við það. Það er lítið hægt að gera til að hindra það.
Ég samhryggist þér innilega.