Sigur í mannanafnamáli

Í dag tók ég á móti bréfi frá mannanafnanefnd um endurupptöku máls sem var í vinnslu hjá þeim sem varðaði upptöku millinafnsins Kjarrval. Í bréfinu var eftirfarandi úrskurður:

„Beiðni um nafnið Kjarrval sem almennt millinafn er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Úrskurðir mannanafnanefndar nr. 49/2006 og nr. 51/2007 eru felldir úr gildi.“

Samkvæmt honum fæ ég loksins að taka upp millinafnið Kjarrval og tók það nefndina bara nokkur ár að komast að þessari endanlegri niðurstöðu og gat það ekki tekist án einhverrar báráttu. Þótt ég hafi vonast eftir að taka það upp sem sérstakt millinafn er ég samt sem áður þakklátur fyrir þennan sigur.

Nú þarf ég bara að skunda á Þjóðskrá og breyta nafninu formlega. Býst við því að gera það á morgun. Þarf að spá í það hvort og hvenær ég bið um nýtt ökuskírteini…

Úrskurðinn má finna á vef hins opinbera.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.