Ofmat greindarvísitölu

Þessi hálfkláraða grein um greindarvísitölur (IQs) er búin að hanga í kerfinu síðan 2008 og ákvað ég að birta hana hér nær óbreytta. Þetta er gert í tilefni af grein á Slashdot.org: „Why a High IQ Doesn’t Make You’re Smart“ sem birt var um daginn.

Tilgangur greindarvísitölu er að mæla greind einstaklinga miðað við þá sem eru á sama aldri. Niðurstaða hvers prófs á því að vera nákvæmari eftir því sem að fleiri einstaklingar á sama aldri hafa tekið það. Síðan þarf að taka til greina hversu nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um fyrri þátttöku og hvernig þær eru notaðar til að reikna út greindarvísitölu núverandi þátttakanda. Eitt af því sem einkennir þessi próf er að oftast fylgir ekki sú aðferð sem höfundar prófanna nota til að meta hvert svar og ákvarða hvernig það hefur áhrif á niðurstöðuna. Það veldur því að mistök í útreikningi eða aðferðafræði gætu valdið niðurstöðum sem ættu sér ekki samsvörum við það sem viðkomandi svaraði.

Áhrif Internetsins
Með útbreiðslu Internetsins er fólk vanara að sjá þrautir og ýmsa orðaleiki. Því má finna í ýmsum prófum spurningar sem ættu frekar heima á slíkum vefjum og líkast því að vera orð fyrir orð. Hvort að slíkt megi rekja til greindar viðkomandi þátttakanda eða ekki er tvírætt.

Fyrst þyrfti að meta hversu líklegt það væri að viðkomandi gæti rekist á not fyrir þá greind í lífi sínu. Eins og fyrsta spurningin í ‘Mensa Workout’ er „Sally likes 225 but not 224; she likes 900 but not 800; she likes 144 but not 145. Which does she like?“ og síðan eru gefin svörin ‘1600’ og ‘1700’. Þetta er frekar einföld spurning fyrir einhvern sem hefur farið í stærðfræðinám en aðeins erfiðari fyrir einhvern sem hefur ekki haft þann kost. Til að svara spurningunni þarf þátttakandinn að fatta tengslin á milli talnanna 225, 900 og 144 og þau tengsl mega ekki eiga við tölurnar 224, 800 og 145.

Burtséð frá því, þá eru nokkrir gallar sem varpa rýrð á niðurstöðuna. Sá alvarlegasti er að þátttakandinn getur giskað á rétta svarið og eru þá helmingslíkur á réttu svari en við þær aðstæður veldur rétt ágiskun hærri niðurstöðu en viðkomandi ‘á skilið’. Þegar fleiri og fleiri greindarvísitölupróf innihalda sömu spurningarnar er líklegra að svarið sé vegna minni þátttakandans frekar en greind. Þegar þessi spurning var sett orðrétt í Google mátti finna um það bil 128 þúsund niðurstöður þó ekki allar sem innihalda próf.

Hugur höfunda prófanna
Spurningarnar og svörin við þeim eru samin á mismunandi hátt eftir prófum en það mætti segja að í spurningin endurspeglar greind þess sem semur þær. Nokkuð margar spurningar byggjast á því að finna munstur og sumar af þeim byggjast á því að fatta hvaða tákn kemur í miðjuna eða á eftir því seinasta. Sama gildir um hina svokölluðu orðalista þar sem á að finna hvað passar ekki við hitt.

En hvað ef þátttakandinn tekur eftir munstri sem að höfundur spurningarinnar sá ekki fyrir? Það gæti jafnvel verið að sama munstrið megi finna sem svarmöguleika án þess að höfundurinn hafi fattað það. Slíkar spurningar eru þar af leiðandi langt frá því að geta sýnt fram á raunverulega greind. Það eru ekki allir sammála um allt og jafnvel gætt misskilnings svo að svarmöguleikarnir gætu hafa verið gallaðir.

Mjög greindur einstaklingur á ákveðnu sviði þarf ekki að vita eða muna allt þegar kemur að því að prófa greindarvísitöluna hans. Líffræðingur gæti jafnvel ‘klúðrað’ spurningu sem byggir á líffræði vegna þess að hann veit betur en höfundurinn eða jafnvel vegna annars munsturs sem hann getur fundið vegna yfirburðarþekkingar sinnar. Ef ein spurning á ákveðnu sviði gæti verið mælikvarði allrar þekkingar sem viðkomandi hefur á sviðinu, þá væri hvert próf í skóla einungis ein spurning að lengd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.