Var að horfa á myndband frá SMBC Theater hópnum sem kallast Premature. Í því er JP að reyna að forðast ótímabært sáðlát (e. premature ejaculation) og reynir að hugsa um hluti í þeim tilgangi að fresta sáðláti. En þá fór ég að hugsa: gæti það verið orsakavaldur fyrir kynlífsfetish?
Reglulega heyrir maður af skrítnustu hlutum sem fólk gerir til að krydda kynlífið sitt og það vekur upp spurninguna hvort einhver hafi verið að hugsa um ákveðinn hlut til að forðast sáðlát en það ekki virkað. Síðan tengir undirmeðvitund einstaklingsins þá hugsun við hluti sem „virka“ til að ná sáðláti. Á endanum byrjar einstaklingurinn að hugsa oftar um hlutinn sem ánægjulegan fyrir kynlífið og á endanum gæti hann orðið hluti af kynlífsathöfninni, hvort sem hinn aðilinn gerir sér grein fyrir því eða ekki. Einnig gæti það orðið að fantasíu að leika eftir það sem í upphafi hafi átt að tefja sáðlát.
Tek eitt dæmi en það er frétt sem var birt fyrir stuttu um að eitt parið hefði ákveðið að stunda kynlíf í mátunarklefa í Hagkaup. Það gæti vel verið að parið hefði ekki hugsað út í að hljóð eigi auðvelt að berast út fyrir klefann (eða þau hafi reynt að hafa hljótt en mistekist) en kynlíf á svona stað gæti verið afleiðing þess að einhver hafi reynt að ímynda sér að hann væri á almannafæri til að forðast sáðlát. Síðan hafi parið, sem hefur líklegast verið ágætlega gratt þá stundina, ákveðið að leika þessa fantasíu eftir í herrafatadeild Hagkaups.