Ég hef verið að lesa gamlar tilskipanir um málefni tengd þjóðkirkjunni og ýmislegt forvitnilegt hefur komið í ljós. Þess ber að geta að þessar tilskipanir hafa enn lagagildi.
Kristniréttur Árna biskups Þorlákssonar:
11. Um forræði biskups á kirkjum ok eignum þeirra.
Landeigandi er skyldr at láta gera kirkju á bæ sínum, hverr sem fyrr lét gera.
Löngu hætt að framkvæma þetta.
14. Enn fremur skulu meðhjálparar vera viðstaddir, þegar biskup eða prófastur koma, og skulu þeir allir spurðir, hvernig ástandið sé í söfnuðinum, hvort þar tíðkist nokkrir sérstakir ósiðir eða guðleysi, hvernig hver um sig ræki embætti sitt, og fái stoð til þess eða sæti tálmunum, og skal biskup eða prófastur eigi láta undir höfuð leggjast að áminna menn í því efni.
Áminna presta ef guðleysi tíðkast… hmmm…
4. Til meðhjálpara skulu útveljast þeir upprigtugustu, bestu og umhyggjusömustu menn í hverri sókn, og ber engum, hvort þeir eru hreppstjórar eða virðingarmenn frá þessu embætti undantakast, þá þeir eru þar til af prestinum útséðir, ekki heldur byrjar þeim þar fyrir að uppástanda, að fríast frá öðrum verslegum útréttingum.
Ég ætla að velja…forsætisráðherra og dóms- og mannréttindamálaráðherra. Þau yrðu fljót að afnema þetta ef það myndi reyna á þessi lög.
Þetta var annars bara hluti af því sem ég fann. Til hvers eru þessi lög annars enn í gildi ef það er varla farið eftir þeim? Af hverju er ekki nú þegar búið að fara í almennilega tiltekt á þeim?