Gengi Auða flokksins

Sem áframhald greinar minnar þann 28. maí síðastliðinn um Auða flokkinn ákvað ég að athuga gengi hans víðsvegar á landinu. Tölurnar eru fengnar frá vef RÚV og eru eingöngu talin auð atkvæði en ekki ógild þar sem ástæður fyrir ógildingu geta verið ýmsar.

Sniðið er eftirfarandi:
Kjördæmi – Kjörsókn (hversu margir greiddu atkvæði) – Auð atkvæði –  Hlutfall auðra atkvæða af heildarfjölda

Höfuðborgarsvæðið:
Reykjavík – 63.019 – 3.238 – 5,14%
Kópavogur – 14.704 – 915 – 6,22%
Seltjarnarnes – 2.432 – 148 – 6,09%
Garðabær – 5.567 – 307 – 5,51%
Hafnarfjörður – 11.589 – 1.578 – 13,62%
Álftanes – 1.110 – 124 – 11,17%
Mosfellsbær – 3.939 – 268 – 6,80%
Kjósarhreppur – 149 – 2 – 1,34%

Reykjanes:
Reykjanesbær – 6.647 – 376 – 5,66%
Grindavík – 1.507 – 39 – 2,59%
Sandgerði – 911 – 0 – 0%
Garður – 793 – 0 – 0%
Vogar – 610 – 0 – 0%

Vesturland:
Akranes – 3.149 – 292 – 9,27%
Skorradalshreppur – Óhlutbundin kosning
Hvalfjarðarsveit – 384 – 10 – 2,60%
Borgarbyggð – 1.892 – 169 – 8,93%
Grundarfjörður – 554 – 8 – 1,44%
Helgafellssveit – Óhlutbundin kosning
Stykkishólmur – 729 – 26 – 3,57%
Eyja- og Miklaholtshreppur – Óhlutbundin kosning
Snæfellsbær – 983 – 0 – 0%
Dalabyggð – Óhlutbundin kosning

Vestfirðir:
Bolungarvík – 480 – 30 – 6,25%
Ísafjörður – 2.112 – 75 – 3,36%
Reykhólahreppur – Óhlutbundin kosning
Tálknafjörður – Sjálfkjörinn listi
Vesturbyggð – 508 – 37 – 7,28%
Súðavíkurhreppur – 108 – 0 – 0%
Árneshreppur – Óhlutbundin kosning
Kaldraneshreppur – Óhlutbundin kosning
Bæjarhreppur – Óhlutbundin kosning
Strandabyggð – 254 – 0 – 0%

Norðurland vestra:
Skagafjörður – 2.199 – 117 – 5,32%
Húnaþing vestra – 606 – 0 – 0%
Blönduós – 473 – 47 – 9,94%
Skagaströnd- Sjálfkjörinn listi
Skagabyggð – Óhlutbundin kosning
Húnavatnshreppur – 268 – 0 – 0%
Akrahreppur – Óhlutbundin kosning

Norðurland eystra:
Akureyri – 9.357 – 310 – 3,31%
Norðurþing – 1.645 – 85 – 5,17%
Fjallabyggð – 1.297 – 50 – 3,86%
Dalvíkurbyggð – 1.060 – 49 – 4,62%
Eyjafjarðarsveit – 517 – 0 – 0%
Arnarneshreppur og Hörgárbyggð – 352 – 10 – 2,84%
Svalbarðsstrandarhreppur – Óhlutbundin kosning
Grýtubakkahreppur – Óhlutbundin kosning
Skútustaðahreppur – 248 – 4 – 1,61%
Tjörnes – Óhlutbundin kosning
Þingeyjarsveit – 549 – 17 – 3,10%
Svalbarðshreppur – Óhlutbundin kosning
Langanesbyggð – Óhlutbundin kosning

Austurland:
Seyðisfjörður – 488 – 5 – 1,02%
Fjarðabyggð – 2.347 – 147 – 6,26%
Vopnafjörður – 462 – 7 – 1,52%
Fljótsdalshreppur – Óhlutbundin kosning
Borgarfjarðarhreppur – Óhlutbundin kosning
Breiðdalshreppur – Sjálfkjörinn listi
Djúpivogur – Sjálfkjörinn listi
Fljótsdalshérað- 1.830 – 128 – 6,99%
Hornafjörður – 1.260 – 47 – 3,73%

Suðurland:
Vestmannaeyjar – 2.465 – 71 – 2,88%
Árborg – 4.164 – 372 – 8,93%
Mýrdalshreppur – 336 – 0 – 0%
Skaftárhreppur – 288 – 0 – 0%
Ásahreppur – Óhlutbundin kosning
Rangárþing eystra – 1.001 – 22 – 2,20%
Rangárþing ytra – 915 – 53 – 5,79%
Hrunamannahreppur – 422 – 16 – 3,79%
Hveragerði – 1.336 – 87 – 6,51%
Ölfus – 1.032 – 32 – 3,10%
Grímsnes – 268 – 0 – 0%
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – 324 – 0 – 0%
Bláskógabyggð – 501 – 0 – 0%
Flóahreppur – 351 – 0 – 0%

Hæsta hlutfall auðra atkvæða er í Hafnarfirði (13,62%) og eru 11 fulltrúar í bæjarstjórn. Þetta þýðir að Auði flokkurinn hefði náð a.m.k. einu sæti í Hafnarfirði ef hann væri alvöru stjórnmálaflokkur. Í fámennum kjördæmum eru 5 fulltrúar sem þýðir að Auði flokkurinn hefði þurft 20% atkvæða til að fá inn fulltrúa í þeim. En skoðum núna Reykjavík en þar eru 15 fulltrúar í borgarráði og er þá miðað við 6,67% atkvæða á hvern þeirra. Hlutfall auðra seðla þar var 5,14% og hefði hann því ekki fengið fulltrúa inn þar.

Þótt flokkurinn hafi fengið nokkuð góða kosningu hefði hann bara fengið inn einn fulltrúa og það í Hafnarfirði. Oddviti flokksins hefði örugglega sagt að hann hefði beðið afhroð en væri í sókn eftir Alþingiskosningarnar en þar fékk hann 3,2% greiddra atkvæða eða jafngildi tveggja þingsæta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.