Lærdómur vegna kosninganna

Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna eru túlkaðar á marga mismunandi vegu og fer aðallega eftir því hvaða skoðun viðkomandi er haldinn hvernig þær eru túlkaðar. Sem flokksbundnum einstaklingi í Auða flokknum ætla ég að gefa mitt álit á niðurstöðunum í Reykjavík, þar sem þær virðast vera mest túlkaðar.

Fáum fyrst upp atkvæðatölur flokkanna í Reykjavík. Atkvæðatölurnar 2006 eru fengnar frá vef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og tölurnar fyrir 2010 eru fengnar frá vef RÚV og stemmdar af þær sem eru á vef mbl.is.

B – Framsóknarflokkurinn
2006 = 4056 atkv. (1 fulltrúi)
2010 = 1629 atkv. (enginn fulltrúi)
Mismunur =  2427 atkv. (59,84% fækkun)

D – Sjálfstæðisflokkurinn
2006 = 27.823 atkv. (7 fulltrúar)
2010 =20.006 atkv. (5 fulltrúar)
Mismunur =  7817 atkv.  (17,31% fækkun)

E – Reykjavíkurframboðið
2006 = Ekki til
2010 = 681 atk. (enginn fulltrúi)

F – Frjálslyndir og óháðir
2006 = 6.527 atkv. (1 fulltrúi)
2010 = 274 atkv. (enginn fulltrúi)
Mismunur =  6253 atkv. (95,80% fækkun)

H – Framboð um heiðarleika og almannahagsmuni
2006 = Ekki til
2010 = 668 atkv. (enginn fulltrúi)

S – Samfylkingin
2006 = 17.750 (4 fulltrúar)
2010 = 11.344 atkv. (3 fulltrúar)
Mismunur =  6406 atkv. (56,47% fækkun)

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð
2006 = 8.739 atkv. (2 fulltrúar)
2010 =  4.255 atkv. (1 fulltrúi)
Mismunur =  4484 atkv. (51,31% fækkun)

Æ – Besti flokkurinn
2006 = Ekki til
2010 =  20.666 atkv. (6 fulltrúar)

Samtals (gild atkvæði)
2006 = 64.895
2010 =  59.523

Þegar tölurnar frá 2006 og 2010 eru bornar saman kemur ýmislegt fram. Allir flokkarnir sem buðu sig fram í báðum kosningum eiga það sameiginlegt að hafa fengið færri atkvæði 2010 en þeir gerðu 2006 og fengu jafnframt færri fulltrúa þrátt fyrir að kjörsókn var minni. Mismunurinn gefur til kynna þann lágmarksfjölda sem kaus flokkinn 2006 en kaus hann ekki 2010. Afgangurinn er væntanlega óályktunarhæfur þar sem við vitum ekki hversu margar kusu flokkinn 2010 en gerðu það ekki 2006.

Hlutfallslega féll atkvæðafjöldi Frjálslyndra mest með 95,80% fækkun atkvæða á meðan atkvæðafjöldi Sjálfstæðisflokksins féll um 17,31%. Því er hægt að draga þá ályktun að af eldri flokkunum stóðst Sjálfstæðisflokkurinn ‚áhlaupið‘ best af öllum hinum í Reykjavík nema þegar kemur að fækkun borgarfulltrúa. Af nýju flokkunum er augljóst að Besti flokkurinn hlýtur vinninginn þar sem hann fékk flest atkvæði af öllum sem buðu sig fram.

Önnur túlkun þarf að bíða til betri tíma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.