Þann 1. apríl síðastliðinn fékk ég svar við beiðni minni þar sem ég bað um eintak af samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við KFUM og KFUK. Þessi samningur var í sjálfu sér óþarfur þar sem upphæðin var þegar útbýtt á grundvelli fjárlaga 2014. Tilgangurinn er líklegast sá að undirbúa þann farveg að hafa árlega samninga. Það leysir samt ekki úr því að ríkið er hér að styrkja samtök sem hafa trúboð til barna sem meginstefnu starfs síns.
Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins við KFUM og KFUK