Ruslpóstsvarnir

Ég vildi minnast á það að nokkuð margir skrá netföng sín á brenglaðan hátt til að forðast ruslpóst, meðal annars stofnanir ríkisins. Af því tilefni vildi ég láta ykkur vita að tækni netfangasafnaranna er komin nógu langt til að nema þess konar feluleiki. Þessir feluleikir gera fólki enn erfiðara að hafa samband við ykkur. Síðan er ég nokkuð viss um að spammararnir eru þegar komnir með netföngin ykkar því það tekur bara einn stað til að netföngin komist á listann þeirra. Það er ekki eins og þeir þurfi að finna það aftur í hvert skipti sem þeir vilja hafa samband við ykkur.

Svo ég taki sjálfan mig sem dæmi set ég netfangið mitt óhikað og óbrenglað á netið og ég sé varla ruslpóst í pósthólfinu. Einn og einn sleppur í gegn en það tekur bara einn delete takka til að redda því.

Fáið ykkur bara góða ruslpóstsvörn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.