Stjórnsýslukæra

Eftir um 10 mánaða töf á afgreiðslu beiðni minnar um endurupptöku máls míns hjá mannanafnanefnd fékk ég endanlega nóg og sendi ég inn stjórnsýslukæru til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna tafanna. Það lítur út fyrir það að nefndin hafi ætlað að kæfa málið með þögninni einni. Málið snýst um beiðni mína til að mega bera millinafnið Kjarrval en því var hafnað áður því það átti að vera of líkt ættarnafninu Kjarval.

Í lok janúar 2007 sendi ég inn beiðni um endurupptöku málsins þar sem ég mótmælti forsendum úrskurðarins en nefndin hefur enn ekki svarað mér. Hún virðist vera aðgerðalaus í málinu og hvorki hún eða ráðuneytið hafa haft samband til að útskýra hvað hafi tafið úrskurðinn eða hvenær hans sé að vænta. Þann 5. desember sl. ákvað ég að senda inn stjórnsýslukæru til að ýta á eftir málinu.

Hér eru umrædd skjöl:
Beiðni um endurupptöku máls 51/2007 hjá mannanafnanefnd
Stjórnsýslukæra varðandi mál 51/2007 hjá mannanafnanefnd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.