Vill fólk lifa í blekkingum á Facebook?

Því meira sem ég er á Facebook, því oftar rekst ég á það þegar fólk notar þennan samskiptavef sem markaðstól fyrir sitt eigið líf. Stundum gengur það svo langt að það sættir sig ekki við það þegar annað fólk notar það fyrir aðra hluti.

Allt sem gerist á Facebook á að vera fullkomið og jákvætt og ekkert skal eyðileggja þá stemmingu. Ef eitthvað kemur upp sem virðist neikvætt, þá er tími til kominn að endurskoða Facebook vinasambandið. Þetta sama fólk virðist horfa á Facebook sem tómstundaiðju frekar en samskipta- og upplýsingatólið sem það var upprunalega hannað sem.

Þegar ég var þunglyndari átti ég það til að setja inn statusa sem fjölluðu um eitthvað sem ég taldi mig þurfa að koma frá mér, aðallega til að létta á mér. Þetta leiddi stundum til þess að fólk kvartaði í mér fyrir að koma með ‚leiðindastatusa‘. Jafnframt fékk ég á mig orð fyrir að koma með hluti sem fólki var sama um og að enginn vildi heyra ‚vælið‘ í mér. Þetta fékk mig ekkert til þess að vera glaðari með lífið, heldur þvert á móti olli því að ég tjáði mig minna.

Segjum að manneskja fremji sjálfsmorð. Þá spyrja þeir nánustu sjálfa sig af hverju þeir tóku ekki eftir neinum merkjum um að manneskjunni liði illa og gæti verið á sjálfsmorðsbrautinni. Líklegast einmitt út af manneskjum sem skamma aðra fyrir að ‚væla‘! Hvaða ástæðu hefur manneskja í sjálfsmorðshugleiðingum til þess að tjá tilfinningar sínar ef hún fær bara skammir fyrir?

En bíðum nú við, á Facebook ekki einmitt að vera samskiptatól þar sem makar/vinir/félagar/kunningjar/ættingjar o.s.frv. geta tjáð sig við aðra og leitað til þeirra þegar það þarf á hjálp annarra að halda? Er ekki eðlilegt að fólk með slík tengsli ætti að ganga í gegnum súrt og sætt eins og í venjulegum samskiptum? Ef einhver vill ekki hlusta á „vælið í mér“ getur hann einfaldlega hunsað það sem stendur og farið yfir í næsta lestrarefni. Sé viðkomandi ekki nógu tillitssamur til þess, er hægt að velja að fela allt í news feedinu sem kemur frá mér. Einnig er í boði að afvina mig ef út í það er farið.

/rant

3 athugasemdir við “Vill fólk lifa í blekkingum á Facebook?”

  1. Sammála, ég hélt líka að fólk vildi vera vinur manns til þess að fá fréttir af manni! Ég hef ekki verið að „væla“ neitt á facebook þótt ég hafi haft hellings ástæðu undan farið, einmitt vegna þess að maður vill ekki vera alltaf „vælandi“, fólk hefur samt ekkert verið að kvarta neitt þar sem ég hef ekkert verið að tala um slæmu hlutina sem gerast í lífi mínu (fyrir utan nýleg DV bloggin mín). kannski er ein ástæðan fyrir að ég er ekkert að kvarta er vegna þess að maður er að sjá að það eru svo miklu fleiri sem hafa það mikið verr en maður sjálfur og svo eru allar fréttir fullar af neikvæðni, mér hefur fundist erfitt að bæta mínu ofaná það. En auðvitað á maður að tjá sig ef maður finnur þörf fyrir að tjá sig, sérstaklega ef þetta er eini vettvangurinn sem maður hefur til þess og þetta jafnvel eina fólkið sem maður hefur til að hlusta á mann og ef fólk hefur ekkert fallegt að segja við mann þá á það frekar að sleppa því.

  2. Ég er klárlega sek um markaðssetningu, en hún er þó einlæg og tilgerðarlaus, sem er frábrugðin þeirri leið sem ég giska á að margir fara, eins og t.d. svona fólk sem þú hefur fengið þessi leiðindakomment frá. Það er ömurlegt að mæta svona skilningsleysi, sérstaklega ef maður er þunglyndur og með kvíðaraskanir. Ég þekki það vel. Okkur ætti að sjálfsögðu að vera frjálst að nota Facebook sem tól til að komast yfir þunglyndi og kvíða. Reynslan hefur kennt mér að besta leiðin til að kljást við þetta tvennt er að koma út úr skápnum, vita að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir og fá að tala opinskátt um þessa hluti á t.d. samskiptavefjum eins og Facebook 🙂

  3. Það er misjafnt hvernig fólk notar Facbook. Sumir segja það sem þeim liggur á hjarta til að fjölskyldan og vininir viti hvað það er að pæla. Enn aðrir búa til glansmynd af eigin lífi sem enginn innistæða er fyrir og svo má ekki gleyma þeim sem eru að markaðsetja politískar hugmyndir sínar eða vörur sem þeir eru að búa til.

    Það hvað hver einstaklingur situr á sinn eigin vegg er hans mál svo lengi sem ekki er verið að kasta skít á annað fólk eða eitthvað þaðan af verra.

    Ef það er einvher sem situr inn efni á Facebook þá er hægt að afvina hann. Ef maður sér öðru hvoru aðila sem að maður þoli ekki eða finnst kommentin verða móðgandi þá blokkar maður bara þann einstakling þannig að hann sjá hvorki mann sjálfan né maður sjá hann á Facebook.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.