Ein ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett neitt á bloggið undanfarið er aðallega sú að þegar ég vil fjalla um eitthvað, þá vil ég helst taka vel ígrundaða afstöðu og að kynningin á henni sé nokkuð ítarleg. Sá galli fylgir því að þegar ég hef mikið að gera er hætta á „óvirknistímabili“ og virðist þá eins og bloggið sé algerlega yfirgefið þó sú sé ekki raunin. Þetta gæti orsakað það að hlutir gleymast og endar með því að ekkert er fjallað um þá.
Til að leysa þetta hef ég ákveðið að birta líka styttri pælingar sem gætu verið nokkur orð og upp í 2-3 efnisgreinar. Hvert það mun leiða mun tíminn leiða í ljós.
Það er líka í góðu lagi að slengja bara fram skoðun án bakstuðnings annað slagið. 🙂
Ætli það ekki. 😉